Ósamþykk breytingum á höfninni
gjabakkafjara_innsigling_tms_minni
Gjábakkafjara liggur frameftir innsiglingunni að Flakkaranum. Eyjar.net/Tryggvi Már

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram til samþykkis skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru.

Í bókun frá Bjartey Hermannsdóttur, fulltrúa Eyjalistans í ráðinu segir að undirrituð sé ósamþykk fyrirhuguðum breytingum á innsiglingunni, með tilheyrandi umhverfisraski á svæðinu. Mikilvægt er að varðveita óraskaða náttúru og ásýnd umhverfis, og stíga varlega til jarðar í stækkun athafnasvæðis.

Uppbygging er nauðsynleg og eðlilegur þáttur af þróun bæjarfélagsins, en náttúra Vestmannaeyja er dýrmæt auðlind og upplifun heimamanna og ferðafólks mikilvæg fyrir Eyjarnar, og má ma. nefna að tvö svæði í nálægð Gjábakkafjöru, Flakkarinn og Ystiklettur eru á náttúruminjaskrá, segir í bókun Bjarteyjar.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt skipulagslögum. Var málinu vísað til bæjarstjórnar.

https://eyjar.net/skoda-fjolgun-vidlegukanta/

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.