Ótrúleg eftirvænting er í Eyjum og raunar um land allt eftir Stóra Lundaballinu sem haldið verður á laugardaginn næstkomandi. Þegar Eyjafréttir höfðu samband við skipuleggjendur kom fram að miðasala gangi vel og má segja að nú fari hver að verða síðastur til að ná sér í miða þar sem einungis örfáir miðar eru eftir.
„Veiðifélagið ætlar að selja síðustu miðana kl. 16.30-17.30 í Höllinni á miðvikudaginn 13. nóvember. Dagskráin er vönduð að hætti Veiðifélags Heimaeyjar og verður engin svikin af miðaverðinu sem er 11.800 kr. Sem dugar þó engan veginn fyrir kostnaðinum. Þeir sem verða of seinir að kaupa miða geta komið á ballið eftir klukkan 23 fyrir þá aðeins 2500 krónur. Þegar verðlagning Lundaballsins var borin undir málsmetandi menn í Seðlabankanum var svarið einfaldlega á þann veg að framlag Veiðifélags Heimaeyjar væri ekkert annað en huggulegt framlag fyrir bættum hag heimilanna á verðbólgutímum, sem vert er að þakka fyrir og hafa menn fengið viðurkenningar af minna tilefni,” sögðu Grétar Þór og Ellert nokkuð tarnaðir í undirbúningi veislunnar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.