Pysjutímabilið virðist hafa náð hámarki fyrir um tíu dögum, en nú er búið að skrá tæplega tvö þúsund pysjur inn á vefinn lundi.is.
En nú þegar líður að lokum pysjutímabilsins má búast við að þeim pysjum fjölgi sem eru litlar, léttar og vel dúnaðar. Þetta gerist á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í ár er óvenju lág, eru þessar litlu pysjur óvenju margar núna og sumar mjög léttar.
Þessi pysja, sem fannst þann 11. september á Friðarhöfn, var aðeins 140 grömm og nánast aldúnuð. Hún hefur verið mjög dugleg að éta og má nánast sjá hana stækka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst