Stjórnarsáttmálinn sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur samþykktu í gær ber með sér söguleg tíðindi. Samvinna flokkanna byrjar vel með fyrirheitum um að ráðist verði í mörg brýn verkefni á sviði efnahags- og velferðarmála.
�?að kom mér ánægjulega á óvart að fá í minn hlut viðskiptaráðuneytið. Auðvitað eru það tímamót á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við ráðherraembætti og ekki óraði mig fyrir því að ég yrði í þeirri stöðu 36 ára gamall en svona er lífið.
Nú taka við nýjir tímar og ný og spennandi verkefni.
Viðskiptaráðuneytið er eitt af atvinnuvegaráðuneytunum og undir það falla samkeppnismál, neytendamál og öll fjármálastarfsemin í landinu. �?trás fjármálafyrirtækjanna sem nú skaffar í kassann stóran hluta af tekjum ríkisstjóðs og starfsemi bankanna almennt.
Nú er þessu ráðuneyti gert hærra undir höfði enda hefur fjármálastarfsemi og mikilvægi samkeppnismála vaxið hratt og örugglega á fáum árum. Nú er tækifæri til þess að efla rammann utan um þessa starfsemi verulega og auka ábata samfélagsins af útrás fjármálafyrirtækja. Sem er einstök.
Um leið þarf að skerpa á ábyrgð og skyldum slíkra fyrirtækja við samfélagið. Sanngjarnt hlutfall réttinda og skyldna.
Nú er að setja sig vel inn í málin og ná utan um málaflokkinn á næstu vikum og mánuðum. Og fá gott fólk með í föruneytið.
Meira um stóru verkefnin síðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst