Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði

Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum.

Í gær var haft samband við öll fyrirtæki í Eyjum og þau beðin um að keyra niður alla starfsemi eins og mögulegt er í dag. Aðeins þá sé möguleiki að halda rafmagninu inni án þess að treysta þurfi á varaaflið.

Ívar segir að rafmagnið hafi haldist inni í nótt, en það sé nú algjörlega á mörkunum. Ef keyra þarf á varaafli er það mjög takmarkað, þar sem aðeins eru sjö ljósavélar til taks og er það í raun sama staða og síðan í eldgosinu 1973, að sögn Ívars. Miðað við raforkuþörf í dag þurfi fleiri vélar til þess að viðhalda varaafli ef til þess kemur.

ruv.is

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.