Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum.
Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður er hins vegar 3,4% yfir áætlun, en rekstrarafkoman er engu að síður umfram væntingar.
Í A-hluta, sem nær til hefðbundins reksturs sveitarfélagsins, eru tekjur 3,3% umfram áætlun eftir fyrstu níu mánuðina. Rekstrarkostnaður er 2,0% hærri en gert var ráð fyrir, og er rekstrarafkoman þar í samræmi við áætlun.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst