Rúðubrot, akstur undir áhrifum og hraðakstur
Mynd - Lögreglan í Vestmannaeyjum

Helstu verkefni lögreglunnar í Vestmannaeyjum vikuna 10. til 17. september 2018.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við Hafnargötu að kvöldi 12. september sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn ökumaður var sektaður í vikunni fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 81 km/klst. á Strembugötu. Þá fékk einn ökumaður sekt fyrir akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt í akstri.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.