Rúmlega 30% hækkun
varmad_stod_1020.jpg
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með að varmadælustöðin hafi ekki skilað tilætluðum árangri sem hefði áhrif til lækkunar á húshitunarkostnaði eins og lagt var upp með. Eyjar.net/Tryggvi Már

HS Veitur hf. hafa tilkynnt um 18% hækkun á gjaldskrá til húshitunar í Vestmannaeyjum og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. Þetta er önnur hækkunin á stuttum tíma því í september sl. hækkaði gjaldskráin um 15%. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær.

Bæjarstjóri hefur sent fyrirspurn á orkumálastjóra og orkumálaráðherra og óskað eftir staðfestingu á því hvort að HS-veitum sé heimilt á fjögurra mánaða tímabili að hækka gjaldskrá hitaveitu (fjarvarmaveitu) til Eyjamanna um 25% auk þess að lækka hitastigið á vatninu sem þýðir að kaupa þarf meira magna að vatni til að halda sama hita. Hækkunin er því rúmlega 30% frá 1. september. Svar hefur borist frá Orkustofnun sem heimiluðu þessar hækkanir HS-Veitna. Enn er beðið svara frá orkumálaráðuneytinu.

Skora á Alþingi að endurskoða lagaumhverfi

Í niðurstöðu ráðsins lýsir bæjarráð yfir óánægju með hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar sem er veruleg ofan á aðra mikla hækkun sem kom til fyrir fjórum mánuðum. Þá er þessi mikla hækkun sérstök m.t.t. áskorunar helstu samningsaðila kjarasamninga á fyrirtæki og opinbera aðila að halda aftur af verð- og gjaldskrárhækkunum.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum hefur unnið að því undanfarið í samtalið við hagaðila um að lagaumhverfið sem gildir um fjarvarmaveitur verði endurskoðað til að jafna kostnað íbúa landsins vegna húshitunar. Bæjarráð tekur undir það og skorar á Alþingi að endurskoða lagaumhverfi.

Vonbrigði með varmadælustöð

Þá lýsir bæjarráð yfir vonbrigðum með að varmadælustöðin hafi ekki skilað tilætluðum árangri sem hefði áhrif til lækkunar á húshitunarkostnaði eins og lagt var upp með. Bæjarráð lýsir miklum áhyggjum á því að mikill leki er í lokuðu dreifikerfi HS Veitna í Vestmannaeyjum þar sem milli 150-200 tonn leka út á hverjum degi. Bæjarráð skorar á HS Veitur að koma þessu í lag sem fyrst enda ekki sanngjarnt að kostnaður vegna þessa leka leggist á íbúa í Vestmannaeyjum.

https://eyjar.net/skipulogd-lekaleit-hafin/

https://eyjar.net/verdskra-hitaveitu-haekkar-aftur/

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.