Rúnar �?órarinsson mun halda ljósmyndasýningu í Einarsstofu. Opnun sýningarinnar verður í dag föstudaginn 16. okt. kl. 17:00 og stendur hún til 3. nóvember nk. Myndaserían er af sjómönnum sem eru að sinna sinni vinnu og eru sjómenn frá Eyjum þar á meðal.
Rúnar, sem er brottfluttur Eyjamaður, útskrifaðist úr ljósmyndaskólanum síðastliðinn vetur og var myndaserían lokaverkefni hans. Hún samanstendur af 14 portrett myndum af stéttum sjómanna sem eru teknar í vinnuumhverfi þeirra en einnig eru abstraktmyndir af mannvirkjum í svarthvítu og nærmyndir af hvalbátum.
Aðspurður um hugmyndina á bak við myndaseríuna sagði Rúnar: �??Ástæðan fyrir því að ég valdi að gera portrettseríu af sjómönnum var sú að ég hafði tekið mikið af portrettum með flassi af fólki í sínu umhverfi og þróaðist þetta líklega í þá átt vegna þess að mér líkar sú vinna vel. �?g þekki líka marga sjómenn í Eyjum og uppi á fastalandinu þannig að þetta lá beint við.�??
Rúnar, sem er fyrrverandi sjómaður, var lengi á sjó bæði þegar hann bjó í Eyjum og einnig eftir að hann flutti í bæinn. �?annig það lá beinast við að mynda þessa stétt. Rúnar segir að hann hafi valið Vestmannaeyjar sem sýningarstað því hann vildi halda sýninguna �??heima�?? og sýna því margar þeirra fólk sem hann þekkir hér.
Opið verður opnunarhelgina laugardag og sunnudag kl. 13-16, annars verður sýningin opin alla virka daga frá 10-18 og laugardaga 13-16.