R�?V, HSÍ og DHL mismuna landsbyggðinni
25. janúar, 2007

�?annig er mál með vexti að R�?V og/eða HSÍ vilja ekki sýna frá leikjum á landsbyggðinni. Er það sorglegt ef R�?V hugsar þannig þar sem hér er um að ræða opinbert fyrirtæki sem er rekið með skattheimtu á alla íbúa landsins og rökin fyrir þeirra rekstri er að það sé vegna öryggissjónarmiðs og að sinna menningarmálum og landsbyggðinni. En því miður er R�?V alls ekki að standa sig í þessu.

Spurningin er einnig hvað HSÍ er að gera í þessum efnum það sem það er HSÍ sem selur R�?V réttinn á að sýna frá leikjum og það hlítur að vera ein af kröfum HSÍ að sýnt sé frá leikjum á landsbyggðinni einnig.

Maður veltir því einnig fyrir sér hvers vegna stórfyrirtæki eins og DHL sem er aðalstyrktaraðili deildarinnar og R�?V á þessum sýningum láti það líðast að ekki sé sýnt beint frá leikjum á landsbyggðinni. Er það virkilega stefna þess fyrirtækis?

Mér finnst það persónulega vanvirðing af hálfu HSÍ, R�?V og DHL gagnvart landsbyggðinni að ekki sé sýnt beint frá deildarleikjum landsbyggðarliða. �?g vona að þau fari að girða sig í brók og sýni okkur landsbyggðarpakki virðingu með því að láta okkur njóta sammælis.

�?etta hefur þau áhrif að erfiðara er fyrir landsbyggðarlið að fá styrktaraðila þar sem lítil sjónvarpsumfjöllun er frá leikjum liðanna á heimavelli þar sem helsti möguleikinn er fyrir liðin að selja fyrirtækjum auglýsingar.

Hlynur Sigmarsson – 25. janúar 2007

Tekið af www.ibv.is

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst