Saga Eyjafrétta spannar 50 ár
2. júlí, 2024
Omar-Gardarsson-scaled (1)
Ómar Garðarsson með Eyjafréttir í höndunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Salka Sól

Á þessu ári eru Fréttir/Eyjafréttir 50 ára og í tíu ár hefur Eyjar.net verið rekið af Tryggva Má Sæmundssyni sem nú hefur sameinast Eyjafréttum undir Eyjasýn. Stefnan er tekin á öfluga fjölmiðla, eyjafréttir.is og blaðið Eyjafréttir þar sem ritstjórarnir Ómar Garðarsson og Tryggvi Már sameina krafta sína. Afmælisins verður minnst á sunnudaginn, 7. júlí með móttöku og ráðstefnu um stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni. Í Eyjafréttum, sem koma út á morgun er farið yfir sviðið í Vestmannaeyjum, ekki síst atvinnulífið og skólana. Í næstu blöðum verður m.a. rýnt það sem er að gerast í íþrótta- og menningarstarfi stöðu stéttarfélaga. 

Aðdragandann að stofnun Frétta má rekja til löngunar Guðlaugs Sigurðssonar, sem þá var prentari í Prentsmiðjunni Eyrúnu, að setja á stofn eigin prentsmiðju. Blaðaútgáfa var þá ekki í deiglunni. Á þessum tíma gáfu þeir út Útsvarsskrá Vestmannaeyja, félagarnir Arnar Sigurmundsson, Andri Hrólfsson og Sigurður Jónsson. Hvöttu þeir Guðlaug mjög til að setja á stofn prentsmiðju og myndi Útsvarsskráin verða prentuð hjá honum. Það varð svo úr árið 1972 að þeir fjórir stofnuðu hlutafélagið Eyjaprent hf. og hófu strax að undirbúa kaup á tækjum til rekstursins.  

Leið svo nokkur tími þar til von var á tækjunum. Það var svo að kvöldi mánudagsins 22. janúar 1973 að gamli Herjólfur lagði af stað frá Reykjavík til Eyja, og innanborðs var prentvél í nýja fyrirtækið. En Herjólfur skilaði prentvélinni ekki á land í Eyjum í þetta sinn, því um nóttina hófst eldgos á Heimaey og prentsmiðjurekstur því ekki tímabær um sinn.  

Gosið tók hug manna allan og allt sem því fylgdi. En öll gos hætta um síðir og svo varð einnig um Heimaeyjargosið. Þegar fólk tók að flytjast aftur til Vestmannaeyja að gosi loknu, tóku aðstandendur Eyjaprents að huga að prentsmiðjurekstrinum að nýju.  

Tækin voru nú fengin til Eyja og húsnæði Alþýðubandalagsins að Bárustíg 9 tekið á leigu undir reksturinn. Og í október 1973 hófst svo starfsemi Eyjaprents. Mikið var að gera í fyrirtækinu og þar var meðal annars prentað blaðið Dagskrá. En þar kom að Prentsmiðjan Eyrún var endurreist í Eyjum, en hún hafði farið undir hraun í gosinu. Þar hafði Dagskráin verið prentuð fyrir gos og nú ákvað eigandi hennar að flytja prentunina þangað að nýju. 

Fyrsta blaðið 28. júní árið 1974  

Í Eyjaprenti var hinsvegar til mikill pappírsforði sem ætlaður var í Dagskrá, auk þess sem missir þessa verkefnis var töluverður fyrir prentsmiðjuna. Það varð því úr að Eyjaprent ákvað að stofna eigið héraðsfréttablað sem fékk nafnið FRÉTTIR. Mun Sigurður Jónsson, einn hluthafanna hafa átt hugmyndina að nafninu. Fyrsta blaðið leit dagsins ljós 28. júní árið 1974. Ritstjóri var Guðlaugur Sigurðsson. Blaðið var 4 síður að stærð og fékk strax ágætar viðtökur. Því var dreift ókeypis í allar verslanir bæjarins en auglýsingar báru uppi kostnað við útgáfuna.  

FRÉTTIR voru oft djarfar í málflutningi sínum og sögðu hlutina tæpitungulaust. Umfjöllun blaðsins um slæma meðferð á vörum til Eyja með Ríkisskipum, urðu m.a. til þess að hafnarverkamenn í Reykjavík neituðu að ferma Herjólf, fyrr en blaðið bæði þá afsökunar. Það gerði ritstjórinn og Herjólfur tók að sigla á ný. 

Smám saman batnaði tækjakostur prentsmiðjunnar og að sama skapi óx blaðinu ásmegin. Bæði tóku prentgæði miklum framförum og meiri metnaður var lagður í blaðið. Árið 1984 var blaðið stækkað í 8 12 síður eftir atvikum. og rauður varð einkennislitur FRÉTTA.  

Blaðið í áskrift 

Tímamót verða í rekstrinum árið 1992 Fram að því hafði blaðinu verið dreift ókeypis en um mitt ár 1992 var farið að selja blaðið í áskrift og einnig í lausasölu í nokkrum verslunum. Var þetta gert vegna erfiðrar afkomu blaðsins árin þar á undan. Auglýsingatekjur þess einar og sér, dugðu ekki lengur fyrir rekstrarkostnaðinum. Um leið var útliti þess breytt verulega, brot þess minnkað dálítið og litvæðing aukin.  

Einnig var lagt upp með efnismeira blað. Þessi breyting fékk strax góðar viðtökur og kaupendur blaðsins urðu fljótlega flestir íbúar Eyjanna auk nokkur hundruða, sem búsettir eru á meginlandinu. Þetta varð til þess að reksturinn tók að standa undir sér og gerði það næstu árin. 

Ný tækni með tilkomu Netsins, varð þess valdandi að ritstjórn FRÉTTA ákvað að reyna fyrir sér með netútgáfu auk pappírs-FRÉTTA. Hugmyndin er að pappírs-FRÉTTIR haldi sínu striki, en efni blaðsins verði síðan sett inn á netútgáfuna, auk þess sem hún verður uppfærð á hverjum degi eða eins oft og þurfa þykir og tilefni gefast til. Var von útgefenda blaðsins, að þessi nýjung eigi eftir að bæta og auka samskiptin við lesendur og gera blaðið áhugaverðara. 

Ómar Garðarsson, sem hafði ritstýrt FRÉTTUM í rúma tvo áratugi, ákvað að stíga til hliðar í byrjun október 2012 en Ómar starfaði áfram sem blaðamaður. Við sama tækifæri var nafni blaðsins breytt í EYJAFRÉTTIR, til samræmis við vefmiðilinn eyjafrettir.is. Sæþór Þorbjarnarson starfaði einnig sem blaðamaður og grafískur hönnuður hjá Eyjafréttum. Í byrjun desember 2014 tók Ómar Garðarsson á ný við ritstjórn Eyjafrétta og stýrði blaðinu þar til Sara Sjöfn Grettisdóttir tók við í ágúst 2017.  

Um áramótin 2017/2018 lét Ómar af störfum hjá blaðinu en var því innan seilingar þegar á þurfti að halda. Kom aftur inn árið 2022 og er enn að. Sindri Ólafsson, tók við ritstjórn af Söru Sjöfn og saman stóðu hann og Ómar vaktina þangað til í vor að Sindri sneri sér að öðrum störfum. 

Um eyjafréttir.is

Eyjafrettir.is er lifandi miðill með daglegum fréttum og upplýsingum um lífið og tilveruna í Vestmannaeyjum. Eyjafrettir.is hóf göngu sína 6. júlí árið 2000 og fyrsta fréttin sem fór inn á vefinn var um hækkun flugfargjalda Flugfélags Íslands. Í ljósi þess mikilvægis sem samgöngumál eru Vestmannaeyingum, er það kannski táknrænt að einmitt hún skyldi vera fyrsta fréttin. 

Eyjafrettir.is er rekinn til hliðar við blað Eyjafrétta og er ætlað að flytja fréttir af daglegu lífi Eyjamanna ásamt skoðanaskiptum manna á milli. Hann er öllum opinn til skoðanaskipta og ábendingar um efni og fréttir er vel þegnar. 

Með annarra verkefna má nefna að í nokkur ár rak félagið eigin sjónvarpsstöð með eigin dagskrárgerð. 

Samruni Eyjafrétta og Eyjar.net

Árið 2024 sameinuðust  tveir rótgrónustu miðlar Vestmannaeyja, Eyjar.net og Eyjafréttir. Með því gekk félagið ET miðlar inn í Eyjasýn. Um leið kom Tryggvi Már Sæmundsson inn í ritstjórn og með okkur í sumar er Salka Sól Örvarsdóttir. Guðni Einarsson, margreyndur blaðamaður á Morgunblaðinu hefur lagt okkur lið og það sama hefur Anna Lilja Marshall gert. 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst