Í apríl á síðasta ári hafði lögregla afskipti af manninum og sambýliskonu hans í hesthúsi á Hellu. �?að var vegna tilkynningar um líkamsárás sem maðurinn sagðist hafa orðið fyrir að hálfu sambýliskonunnar. Í framburði lögreglumanna fyrir dómi sögðu þeir að parið hefði angað af áfengislykt en maðurinn hefði augljóslega verið með lítilsháttar áverka í andliti.
Skömmu eftir afskipti lögreglumannanna settist maðurinn undir stýri og var síðan stöðvaður af lögreglu innanbæjar á Hellu. Á þeim stutta tíma sem leið, frá því maðurinn stöðvaði bíl sinn og lögreglumaður kom að honum, segist hann hafa drukkið úr vodkapela sem var í bílnum. Hann gaf þá skýringu að honum hefði ekki verið sjálfrátt eftir slæmt höfuðhögg frá sambýliskonu sinni.
Samkvæmt blóðrannsókn var maðurinn með rúmlega 1,5 prómill vínandamagn í blóði og miðaðist refsing mannsins út frá því. Auk ökuleyfissviptingar var honum gert að greiða 120 þúsund krónur til ríkissjóðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst