„,(Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðalneyslusvæði saltfisks. Hluti af CECBI er keppni þar sem besti saltfiskkokkur hvers lands er valinn,“ segir Björgvin Þór Björgvinsson hjá Íslandsstofu.
Sigurvegararnir hlutu í verðlaun ferð til Íslands, til þess að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru, en líka til þess að miðla þekkingu og vera fulltrúi síns lands. CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá sjávaréttarhátíðarinnar Matey í Vestmannaeyjum þetta árið. Þau voru viðstödd setningu viðburðarins, fengu að kynnast gestakokkum og smakka matseðla þeirra, heimsækja saltfiskvinnslu VSV, fara um borð í skip og að upplifa allt það besta sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða. Rúsínan í pylsuendanum var svo hádegisverður í Herjólfsbæ í Herjólfsdal þar sem þau endursköpuðu sigurréttinn sinn fyrir valda gesti. Þar nutu þau liðsinnis Gísla Matthíasar Auðunssonar, matreiðslumeistara á Slippnum og víðar.
Slagorð verkefnisins hefur verið, Se necesita un pueblo eða það þarf heilt þorp, og ekki hægt að ímynda sér betri vettvang heldur en Vestmannaeyjar og Matey til þess að fá innsýn í hvernig samfélagið vinnur saman að því að búa til framúrskarandi gæðavöru úr sjónum. Úr varð veisla sem stóð undir nafni.
Fréttatilkynning.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.