Samfélags-lögreglan fræðir um notkun samfélagsmiðla
Mynd frá samfélagslögreglunni í Eyjum

Lögreglan í Eyjum stofnaði nýverið Instagram-síðu sem kallast samfélagslöggur í Eyjum. Markmið síðunnar er að leyfa fólki að fylgjast með og fræða þau um fjölbreytta þætti lögreglustarfsins. Samfélagslögreglan hefur verið á ferðinni undanfarið, frætt börn og ungmenni meðal annars um umferðaröryggi, samfélagslega ábyrgð og fleira.

Nýjasta verkefni samfélagslögreglunnar snéri að því að ræða við krakka í grunnskólanum um samskipti á netinu, þar sem lögð var áhersla á ábyrgð í netnotkun, skaðsemi neteineltis og mikilvægi þess að sýna varfærni í því sem birt er á netinu. Krakkarnir fengu hagnýt ráð um hvernig eigi að bregðast við óviðeigandi hegðun og hvernig eigi að leita hjálpar ef þörf krefur.

Samfélagslögreglan heimsótti einnig á dögunum íþróttafélagið ÍBV þar sem rædd var svokölluð klefamenning við börn í 3.-6. bekk. Þar voru leikmenn minntir á mikilvægi góðra samskipta innan liðsins og þær reglur sem gilda í klefum. Sérstaklega var tekið fyrir bann við notkun snjallsíma í klefum, en það er liður í að tryggja að klefinn sé öruggur og jákvæður staður fyrir alla. Með þessu vilja þjálfarar og lögregla stuðla að sterkri liðsmenningu sem byggir á trausti, samkennd og jákvæðum samskiptum.

Þeir sem vilja fylgast með samfélagslöggunni í Eyjum geta fylgt þeim á instagram.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.