Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur land undir fót í vikunni og heldur í fundaferð um allt land, þá þriðju á sjö mánuðum þar sem landsmönnum er boðið uppá milliliðalaust samtal um þau stóru og viðamiklu úrlausnarefni sem unnið er að. Fimmtudagskvöldið 11. febrúar verður fundur haldinn í Vestmannaeyjum í Kiwanishúsinu og hefst hann kl. 20:00. Framsögumenn eru þingmennirnir Róbert Marshall, Oddný Harðardóttir og Ólína Þorvarðardóttir.