Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudag var farið yfir tilboð sem bárust í endurbyggingu Gjábakkabryggju. Fram kemur í fundargerðinni að þann 29. apríl hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Gjábakka, í stálþilrekstur. Jafnframt segir að engar athugasemdir hafi borist um framkvæmd útboðsins.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Þá segir að tilboðin hafi verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Kranar ehf.. Ráðið fól hafnarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst