Karlalið ÍBV í knattspyrnu vann sannfærandi sigur á Njarðvíkingum í gær en leikur fór fram í Reykjaneshöllinni. Mörkin gerðu þeir Anton Bjarnason, Arnór Eyvar Ólafsson og lettneski framherjinn Aleksandrs Cekulajevs skoraði eitt mark. Eyjamenn leika svo aftur tvo leiki um næstu helgi, A- og B-leik gegn ÍA og gegn Grindavík.