Sea Life Trust kynnir árskort fyrir gesti búsetta á Íslandi
26. maí, 2020

Góðgerðarsamtökin SEA LIFE Trust kynna árskort fyrir gesti búsetta á Íslandi sem gerir þeim kleift að heimsækja Gestastofu griðastaðar mjaldra á afsláttarverði næsta árið.
Árskort fyrir gesti búsetta í Vestmannaeyjum nutu mikilla vinsælda á síðasta ári og verða áfram í sölu. Á þessu ári vill SEA LIFE TRUST GRIÐASTAÐUR MJALDRA auk þess nú einnig gefa gestum sem búsettir eru á fastalandinu kost á að vera árskortshafar.
Þetta nýja íslenska árskort kostar 5.000,- kr. fyrir fullorðna og 3.000,- kr. fyrir börn 6 – 13 ára.

Í Gestastofu Griðastaðarins geta íbúar Íslands og fjölskyldur þeirra geta fræðst um mjaldrana tvo, Litlu Hvít og Litlu Grá, 9.700 km. ferðalag þeirra á síðasta ári frá sjávardýragarði í Kína til Griðastaðarins í Vestmannaeyjum. Það verkefni að veita þeim nýtt líf hér í Griðastaðnum er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Litla Grá og Litla Hvít eru nú í lokaferli aðlögunar áður en þær flytja í sjókví í Klettsvík í júní, þar sem þeirra bíður nýtt líf undir berum himni í náttúrulegu umhverfi.

Árskortið veitir heils árs aðgang að fiskasafni og lundaathvarfi Gestastofunnar í Vestmannaeyjum þar sem gestir geta séð heimilisfasta íbúa og fræðst um þá.
Stærsta lundabyggð heims er í Vestmannaeyjum og á hverju ári villast margar lundapysjur inn í bæinn þegar þær fljúga úr holunum sínum og ætlunin er að fara út á sjó. Þeim er þá bjargað af götum bæjarins og komið með þær í vigtun og mælingu í Pysjueftirlitið. Þeim sem eru í lagi er sleppt út á sjó en á hverju ári þurfa alltaf nokkrar pysjur frekari aðhlynningu áður en þær fara út á sjó og Pysjueftirlitið hefur sinnt því verkefni síðan 2003.

Audrey Padgett, Framkvæmdastjóri SEA LIFE Trust Griðastaðar Mjaldra, segir: „Við vitum að þetta ár er óvenjulegt og við erum þakklát fyrir stuðning allra Íslendinga. Margir koma til með að breyta ferðaáætlunum sínum þetta árið og ferðast innanlands og við erum stolt af því að vera hér í Vestmannaeyjum sem eru með fallegri áningarstöðum landsins. Okkur er því ánægja að kynna að íbúar á fastalandinu geta nú líka heimsótt okkur mörgum sinnum á ári á afsláttarverði auk þess að styðja við góðgerðarstarf okkar. Þetta er tækifæri til að koma og heimsækja þennan fyrsta griðastað fyrir mjaldra í heiminum, á þessu ári sem við flytjum þær Litlu Grá og Litlu Hvít í Klettsvíkina á þeirra framtíðarheimili úti undir beru lofti og kynnast því góða starfi sem starfsfólk okkar á Griðastaðnum og í Lundaathvarfinu vinnur“

Þegar Litla Grá og Litla Hvít verða fluttar út í Klettsvík gefst árskortshöfum á afsláttarverði tækifæri til að sjá þær úr tiltekinni fjarlægð. Það verða reglulegar bátsferðir út að Klettsvíkinni sem hefjast þegar Litla Grá og Litla Hvít hafa aðlagast sínum breyttu aðstæðum.

SEA LIFE TRUST er góðgerðarfélag og er SEA LIFE TRUST Griðastaður mjaldra er rekinn án ágóða og allur aðgangseyrir er nýttur til að reka starfsemina og bæta aðstöðu þeirra dýra sem búa hjá okkur.
12 mánaða Íslenskt árskort kostar 5.000,- kr. fyrir fullorðna og 3.000,- kr. fyrir börn 6 – 13 ára.

Árspassar fyrir Vestmannaeyjinga verða einnig áfram í sölu.
Gestastofan, fiskasafnið og lundaathvarfið hefur nú verið opnað á ný eftir lokun í samkomubanni. Við höfum tekið fagnandi á móti gestum síðustu tvær helgar, þeirra á meðal forsetahjónum Íslands sem heimsóttu okkur þann 9.maí síðastliðinn.
Fyrir frekari upplýsingar um SEA LIFE TRUST Griðastað mjaldra og fyrir framlög til reksturs griðastaðarins, heimsækið vefsíðu okkar www.sealifetrust.org

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst