Segir íbúakosningu þýða að hætt verði við verkið
Eldfell. Eyjar.net/Tryggvi Már

Bæjarstjórn Vestmannaeyja vísaði málinu um listaverk í tilefni 50 ára gosloka til bæjarráðs í kjölfar tillögu sem kom fram frá fulltrúum D lista þess efnis að málið færi í íbúakosningu að lokinni ítarlegri kynningu á þeim hluta listaverksins sem snýr að inngripi í náttúruna, m.a. göngustígagerð í Eldfelli.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar hafi verið tengiliður við samstarfsaðila um listaverkið og skilaði drögum að minnisblaði til bæjarráðs eftir að hafa rætt við samstarfsaðilana um stöðuna. Niðurstaða í drögunum er sú að samþykki bæjarstjórn að vísa málinu í íbúakosningu á þessu stigi jafngildi það ákvörðun um að hætta við verkið.

Vilj­a fá að sjá út­lit verks­ins og vita hvar umframkostnaður lendi

Haft er eftir Eyþóri Harðarsyni bæj­ar­full­trúa Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag að í ljósi umræðu um inn­grip í nátt­úru Eld­fells með göngu­stíga­gerð vilj­i minnihlutinn fyrst og fremst vita al­menni­lega hvernig lista­verkið verði út­fært í um­hverf­inu. Hann segir að mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað en svör ættu að vera sjálf­sögð.

„Við velt­um líka fyr­ir okk­ur kostnaðinum; en skipt­ing­in á 120 millj­ón­um króna átti að vera sú að bær­inn greiddi 50 millj­ón­ir og ríkið 70 millj­ón­ir. En ljóst er að sá kostnaður yrði um­tals­vert meiri og óljóst á hverj­um sú upp­hæð lend­ir. Svo vilj­um við líka sjá út­lit verks­ins, okk­ur dug­ar ekki að fá aðeins að vita að Ólaf­ur Elías­son sé hönnuður, þótt stórt nafn sé,“ seg­ir Eyþór.

Málið enn á byrjunarstigi í febrúar

Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar sem fundar seinna í dag. Endanlegt minnisblað mun liggja fyrir þar.

Hér að neðan má sjá fyrri umfjallanir Eyjar.net, en fram kom á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja um miðjan febrúar að málið hafi dregist og að það sé enn á byrjunarstigi. Þá á málið eftir að fara í gegnum skipulagsferli áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar.

https://eyjar.net/minnisvardinn-a-eldfelli-mikid-mannvirki/

https://eyjar.net/vilja-ibuakosningu-um-minnisvarda/

https://eyjar.net/malid-a-byrjunarstigi/

https://eyjar.net/2022-12-14-drog-ad-breyttu-adalskipulagi-vegna-minnisvarda-kynnt-skipulagsradi/

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.