Selfosskrakkar níu sinnum á verðlaunapall

�?rn Davíðsson, 17 ára, varð Íslandsmeistari í kúluvarpi í drengjaflokki er hann varpaði kúlunni 14,05 m sem er HSK met, gamla metið átti Árni Arason og var það 13,98 m. �?rn var að ganga í drengjaflokkinn nú um áramót og var þetta hans fyrsta keppni með 5.5 kg kúlu og er því ljóst að hann á eftir að bæta metið enn frekar á næstu mótum. �?rn lenti í hörkueinvígi í hástökki og endaði í 2. sæti með 1.87 m og í 60m hlaupi bætti hann sinn besta tíma úr 7,99 s í 7,90 s.

Dröfn Hilmarsdóttir, 18 ára, nældi sér í þrenn bronsverðlaun um helgina. Hún stórbætti sig er hún kom þriðja í mark í 60m grindahlaupi er hún hljóp á tímanum 9,98 sek en hún átti best 10,37 s. Í langstökki bætti hún sig um 28 cm er hún stökk 4.86 m og fékk bronsverðlaun. Í kúluvarpi þeytti hún kúlunni til bronsverðlauna, 9,78 m. Hún stórbætti sig síðan í þrístökki þegar hún stökk 10,55 m og var aðeins 1 cm frá bronsverðlaunum.

�?nnur 18 ára stúlka, Fjóla Signý Hannesdóttir, var líka í stuði um helgina. Fjóla Signý varð í öðru sæti í 60m grindahlaupi þegar hún hljóp á tímanum 9,79 s og bætti sig um 1 brot. Hún bætti sig um 8 cm í þrístökki er hún fékk silfurverðlaun fyrir að stökkva 10,65 m. Fjóla Signý bætti sig síðan um 18 cm í kúluvarpi með 9,27 cm kasti.

Andrea Ýr Bragadóttir, 18 ára, hljóp til silfurverðlauna í 60m hlaupi á tímanum 8,30 s. Andrea Ýr, Edda �?orvaldsdóttir, �?órhildur Helga Guðjónsdóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir hlupu til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi á tímanum 1.51,99m og voru rétt á efir sigursveit ÍR-inga sem settu Íslansdmet í boðhlaupinu.

�?órhildur Helga Guðjónsdóttir, 15 ára bætti sinn besta árangur í 60m hlaupi úr 8,39 s í 8,36s og varð í 4. sæti. Með þessum árangri náði �?órhildur Helga tilskyldu lágmarki í �?rvalshóps FRÍ sem er skipaður bestu unglingum á landinu. �?órhildur Helga stórbætti sig í 200 m hlaupi, hún hljóp á tímanum 27,88 s en átti best áður 28,38 s og að lokum stökk hún 9,41 m í þrístökki sem er bæting um 67 cm hjá henni.

Edda �?orvaldsdóttir, 18 ára, bætti sig um 1 brot í 60m hlaupi og 200 m hlaupi, hljóp 60m á timanum 8,65 s og 200m á 28,59 s.

Gréta Sigrún Pálsdóttir, 18 ára, bætti besta árangur sinn í langstökki um 11 cm með 4,76 m löngu stökki.

Áslaug Ýr Bragadóttir, 15 ára, bætti sinn besta árangur í kúluvarpi um 72cm þegar hún kastaði kúlunni 9,32m.

Að lokum bætti Eyrún Halla Haraldsdóttir, 17 ára, bætti sig um 24 cm í kúluvarpi með 8,45 m löngu kasti.

�?etta er frábær árangur hjá frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss. Næsta verkefni deildarinnar er Héraðsmót HSK sem haldið verður á Hvolsvelli á föstudaginn.















Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.