Herjólfur fer í slipp á Akureyri eftir tvær vikur og gert er ráð fyrir að hann verði í burtu í tvær vikur. Breiðafjarðarferjan Baldur leysir Herjólf af þennan tíma. Þær upplýsingar fengust hjá Guðmundi Pedersen hjá Eimskip að stefnt hafi verið á að Herjólfur færi í slippinn 13. september en það gæti dregist um tvo til þrjá daga. Baldur fer tvær ferðir á dag eins og Herjólfur.