Sigurður Arnar framlengir við ÍBV
sigurdur_arnar_ibvsp
Sigurður Arnar Magnússon. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamaðurinn Sigurður Arnar Magnússon hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Sigurður hefur spilað lengi með ÍBV og alls 157 KSÍ leiki fyrir félagið, hann á einnig nokkra leiki að baki fyrir KFS sem komu sumarið 2017.

Sigurður hefur samhliða námi leikið með ÍBV síðustu ár en hann lék virkilega vel á nýliðnu tímabili í bandaríska háskólaboltanum og vakti athygli með háskólaliði sínu Ohio State. Sigurður leikur alla jafna sem miðvörður en hann er einnig gæddur eiginleikum sem gera honum auðvelt til að leika framar á vellinum.

Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir ÍBV og fagnaðarefni að Sigurður taki slaginn með ÍBV í Bestu deildinni, segir jafnframt í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.