Sigurgeir Sigmundsson gítarséní er með tónleika á Háaloftinu í kvöld og áttu tónleikarnir að byrja klukkan 21.00. En honum rennur að sjálfsögðu blóðið til skyldunnar, enda fyrrverandi framkvæmtastjóri knattspyrnufélagsins Týs, þannig að hann hefur ákveðið að fresta tónleikunum um klukkutíma. Háaloftið opnar því klukkan 21 en Sigurgeir og hans félagar hefja leik klukkan 22. �?að er því nægur tími á milli að fara heim og skipta um föt, fara úr íþróttagallanum og í rokkbuxurnar. Sigurgeir mun sýna allar sínar bestu hliðar, aðalega sparihliðina og líklegra en ekki að hann segi nokkrar sögur í leiðinni. �?að er allavega ljóst að þú ættir ekki að missa af þessari rokkstund á Háaloftinu í kvöld.