Sjávarútvegur er langstærsta atvinnugreinin í Vestmannaeyjum
Á fund bæjarráðs í gær kom Hrafn Sævaldsson, starfsmaður �?ekkingarseturs Vestmannaeyja og gerði bæjarráði grein fyrir mati hans á stöðu atvinnulífs í Vestmannaeyjum og þróun þess á seinustu árum. �?etta kemur fram í fundargerð ráðsins þar sem segir að á vinnumarkaði í Vestmannaeyjum séu 2434 manns og 2015 stöðugildi.
�?að sé fjöldi fólks í hlutastörfum sem skýrir þennan mismun. Í allt eru 848 lögaðilar skráðir með starfsemi í Vestmannaeyjum. �?ar af eru 266 lögaðilar skráðir með starfsmenn í Vestmannaeyjum, eða 31,6% lögaðila. Í nóvember 2016 voru 53 skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum, 22 karlar og 31 kona. Hlutfall atvinnuleysis var því 2,2%. Í lok janúar 2015 voru 269 á örorkubótum með 10% til 75% örorku, sumt af þessu fólki vinnur hluta starf.
Á Íslandi er 9,0% örorkuhlutfall en í Vestmannaeyjum er örorkuhlutfallið 9,6%. Fólk með erlendan ríkisborgararétt er 7,2% íbúa og frá 32 þjóðríkjum. Einstaklingar með pólskt ríkisfang eru 60% þeirra. Sjávarútvegur er lang stærsta atvinnugreinin, þar starfa 739. Af þessum stöðugildum eru 274 sjómenn (43%), 379 í fiskvinnslu (46%) og 86 í yfirstjórn og stoðkerfi innan sjávarútvegsfyrirtækjanna (10%). �?tla má að um 900 manns vinni við útgerð og fiskvinnslu á mestu álagstímum í veiðum og vinnslu.
Ferðaþjónusta hefur vaxið verulega á seinustu árum og við hótel og veitingarekstur eru þar nú um 103 stöðugildi. Árið 2007 voru þau 31 stöðugildi. Vöxturinn er því 232%.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.