Sjómannabjórinn er sigurbjórinn
Hlynur Ólafsson, eigandi og bruggari The Brothers Brewery og Jóhann Guðmundsson eigandi og bruggmeistari

Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau enn ein viðurkenningin og gæðastimpillinn á vörunni sem bruggsmiðjan framleiðir.

Sigurbjórinn, sem nefnist Baldur, er sjómannabjórinn í ár og hann verður kynntur á Ölstöfu Brothers næsta fimmtudag. Bjórinn er 10% imperial stout með mikla fyllingu og karakter.

Þetta kemur fram í samtali við forsvarsmenn TBB. Ágætt er að taka fram að skv. heimasíðu brugghússins er fimmtudagsopnun Ölstofunnar kl. 16-00.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.