Um nýliðna helgi fór fram tíunda Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal og bruggmeistarar The Brothers Brewery voru á staðnum með sína vöru. Þetta er í fimmta sinn sem þeir fara á Hóla og hafa í öll fimm skiptin komið heim með verðlaun. Í tvígang hafa þeir hneppt fyrstu verðlaun og að sögn bruggmeistaranna, eru þau enn ein viðurkenningin og gæðastimpillinn á vörunni sem bruggsmiðjan framleiðir.
Sigurbjórinn, sem nefnist Baldur, er sjómannabjórinn í ár og hann verður kynntur á Ölstöfu Brothers næsta fimmtudag. Bjórinn er 10% imperial stout með mikla fyllingu og karakter.
Þetta kemur fram í samtali við forsvarsmenn TBB. Ágætt er að taka fram að skv. heimasíðu brugghússins er fimmtudagsopnun Ölstofunnar kl. 16-00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst