�??�?að er ljóst að þjónustan er komin að þolmörkum þar sem álagið á mannskapinn er gríðarlegt og þörf á aukningu á mönnum vegna fjölda verkefna,�?? segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sjúkraflutningamenn höfðu í nógu að snúast um helgina.
Styrmir segir helgina hafa verið mjög annasama en útköllin hafi verið 43 frá föstudegi til sunnudags og dreifst um allt umdæmið. Alvarlegt umferðarslys varð á �?ingskálavegi þar sem ökumaður lést en auk þess fóru sjúkraflutningamenn á Gullfoss þar sem endurlífgun fór fram.
�??Ásamt því þurftum við að sækja sjúkling inn í land vegna bílveltu á Lakavegi,�?? segir Styrmir.
Styrmir segir verkefni sjúkraflutningamanna mjög fjölbreytt og mörg en mikill tími fer í að sinnum daglegum verkefnum í flutningi á sjúklingum milli stofnana og til Reykjavíkur til rannsókna.
visir.is greinir frá.