Dæluskipið Skandia dælir nú upp sandi við Landeyjahöfn og hefur verið að síðan um hádegi í gær. Erard Justinusen, er skipstjóri um borð en hann tók á dögunum við af landa sínum Sigmari Jacobsen Erard sagði í samtali við Eyjafréttir að sanddælingin gengi vel, búið væri að fylla skipið fimm sinnum en Skandia tekur í hvert sinn 550 rúmmetra. Hann taldi ennfremur líklegt að hægt væri að dæla upp sandi fram á laugardag samkvæmt veður- og ölduspám.