Dæluskipið Skandia er nú statt inni í Landeyjahöfn en skipið lá þar í nótt. Reynt var í gærmorgun að hefja dýpkunarframkvæmdir en sjólag var ekki nógu gott og hélt skipið því til hafnar í Vestmannaeyjum. Síðdegis sama dag var farið aftur út og reynt á ný en enn var sjólag óhentugt. Þegar rætt var við skipstjóra Skandiu í morgun sagði hann að reynt yrði aftur í dag.