Óvenjulegt og skemmtilegt samstarf varð til á dögunum milli þeirra Jóhönnu Jóhannsdóttur, Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur og Kubuneh verslunar. Jóhanna Jóhannsdóttir sem er að byggja bústað hér í Eyjum ásamt eiginmanni sínum, Gísla Hjartarsyni fékk þá skemmtilegu hugmynd að klæða bekkinn í eldhúsinu hjá sér með gallabuxum og langaði að gera það á vistvænan máta.
Hún leitaði því til Kubuneh verslunar til að finna gallabuxur og fékk Jóhönnu Lilju handverkskonu með sér í lið. Jóhanna Lilja saumaði buxurnar saman og bjó til úr þeim áklæði fyrir bekkinn, ásamt púðaveri. Verkefnið tókst einstaklega vel til eins og myndirnar segja til um.






















Kostnaður við Landeyjahöfn kominn yfir 10 milljarða
Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili
Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn…
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum
Dýravinafélagið bauð til notalegrar útivistar á aðventunni
Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verkiSkráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst