Skattheimta og tekjur hækkuðu um rúman milljarð
yfir_ve_snjor
Vestmannaeyjabær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Í gær var fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á fundi bæjarstjórnar. Eyjar.net mun rýna í tölurnar í reikningnum í dag og næstu daga til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum.

Töluverður viðsnúningur er á rekstri bæjarins en A og B hluti skilaði 560 milljóna afgangi borið saman við 26 milljóna afgang árið 2022. Viðsnúningurinn kemur að miklu leyti til af bættri niðurstöðu fjármagnstekna og -gjalda en töluvert tap var á þeim lið árið 2022 ásamt aukinni skattheimtu útsvars, innheimtu fasteignaskatta og aukinna tekna frá B hluta bæjarsjóðs.

Innheimt útsvar og fasteignaskattar hækkuðu um 10% frá árinu áður, framlög úr jöfnunarsjóði hækkuðu um tæpar 200 milljónir og aðrar tekjur, sem að mestu koma frá B hluta bæjarsjóðs, hækkuðu um 552 milljónir frá árinu áður. Heildarhækkun skatta, framlaga úr jöfnunarsjóði og tekna B hluta frá árinu áður nam um 1,1 milljarði.

Handbært fé og skammtímafjárfestingar A og B hluta námu 1,8 milljörðum í árslok og skuldir við lánastofnanir tæpum 200 milljónum. Lífeyrisskuldbinding nam í árslok 4,8 milljörðum.

https://eyjar.net/564-milljona-hagnadur-baejarins/

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.