ÍBV tók á móti Víkingi frá Reykjavík í botnbaráttuleik í Pepsi-deild karla í dag.
Geoffrey Castillion kom Víkingum yfir á sjöundu mínútu. Sindri Snær Magnússon jafnaði hins vegar fyrir ÍBV á 26. mínútu eftir fyrirgjöf Kaj Leo í Bartalsstovu.
Liðin sóttu á víxl og fengu bæði ágætis færi en hvorugu liðinu tókst að skora. Þau fá því sitt hvort stigið í botnbaráttuna.
Víkingur situr því áfram í tíunda sæti, nú fimm stigum á undan Fjölni sem er í fallsæti. ÍBV er með tólf stig í áttunda sæti.
Þrjár umferðir eru eftir og níu stig í pottinum er því ljóst að enn getur allt gerst á botninum. Keflavík er hins vegar kolfallið með aðeins 4 stig. Fjölnir, Víkingur R, Fylkir, ÍBV, Grindavík og KA geta þó öll fallið ef stigin verða ekki fleiri.
Næstu leikir ÍBV eru gegn toppliði Vals, Stjörnunni sem er stigi á eftir Val í toppbaráttunni og Grindavík sem er einu stigi og einu sæti ofar en ÍBV á töflunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst