Skólaþing á Hellu 3. mars

Samhliða verður haldið skólaþing Ásahrepps. Umræðum verður haldið aðskildum fyrir hvort sveitarfélag fyrir sig en niðurstöður kynntar á sama stað.

Umgjörð fundarins er með kaffihúsasniði og fara umræður fram í litlum hópum, sem eru stokkaðir upp reglulega meðan á þinginu stendur.

Spurt verður: Hver væru farsælustu skrefin sem við gætum stigið núna til að eiga áfram góða skóla til framtíðar?

Aðferðin gefur öllum jafna möguleika til að koma sínum hugmyndum og ábendingum á framfæri án þess að halda ræður.

Umsjón með þinginu er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta sem stýrt hefur íbúaþingum víða um land. Hægt er að sjá umfjöllun um íbúaþing Alta á www.ibuathing.is

�?ingið
stendur frá kl. 13.00 �? 17.00 en bent er sérstaklega á að hægt er að taka þátt í hluta þings eða vera með allan daginn. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að taka þátt í að móta fræðslumálin í Rangárþingi ytra til framtíðar.

Nýjustu fréttir

Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.