Skutu skjólshúsi yfir lánlausa KR-inga
3. ágúst, 2025
Eyjamenn höfðu betur í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart komust KR-ingar ekki frá Eyjum fyrr en daginn eftir leik. Huggun harmi gegn var Þjóðhátíð í Eyjum. Ljósmynd/SGG

Þjóðhátíðarhelgin í Vestmannaeyjum fór af stað með krefjandi veðurskilyrðum á föstudag. Á laugardag mættust ÍBV og KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu á heimavelli ÍBV þar sem heimamenn fóru með góðan sigur af hólmi. Fagnaðarlætin urðu þó ekki löng hjá fyrirliða ÍBV sem tók að sér nýtt hlutverk þegar óvæntar aðstæður sköpuðust eftir leik.

Sjá einnig: Eyjamenn sigruðu Þjóðhátíðarleikinn

Margir úr hópnum nýttu tækifærið og kíktu í Dalinn áður en þeir héldu aftur til lands

Strax að leik loknum bárust fregnir þess efnis að ferðum Herjólfs frá Eyjum hefði verið aflýst vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Á stærstu ferðahelgi ársins í Eyjum, þar sem öll gistirými voru löngu uppbókuð, kom upp sú staða að leikmenn og þjálfarar KR, dómarar frá KSÍ og tökulið Sýnar höfðu hvergi höfði að halla. Þá kom til kasta fyrirliðans hjá ÍBV sem hafði samband við Lilju Björgu Arngrímsdóttur, starfsmannastjóra Vinnslustöðvarinnar í Eyjum og kannaði hvort mögulegt væri að veita einhverja aðstoð.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í boði voru gistirými í nýlegum vinnubúðum sem settar höfðu verið upp fyrir starfsmenn verktaka við byggingu nýrrar fiskvinnslu, en þar sem framkvæmdir liggja niðri yfir þjóðhátíðina var hægt að útvega ÍBV gistingu. Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar, þau Lilja Björg  og Hannes Kristinn Sigurðsson, tóku að sér að undirbúa herbergin og tóku á móti hópnum, á þriðja tug manna sem fengu gistingu í vinnubúðunum.

Sum herbergin voru tvímönnuð með vindsængum á gólfi, en allir gátu látið fara vel um sig. Margir úr hópnum nýttu tækifærið og kíktu í Dalinn á Þjóðhátíðina áður en þeir héldu aftur til lands með Herjólfi kl. 5:30 á sunnudagsmorgni. Tökumenn Sýnar voru áfram í Eyjum til að undirbúa beina útsendingu frá hinum sívinsæla brekkusöng.

Í samtali við Eyjafréttir segir Lilja Björg að Vinnslustöðin sendi gestunum hlýjar kveðjur og þakkir fyrir komuna og ekki síður hamingjuóskir til ÍBV með sigurinn á KR.

vsv_framkv_0324_hbh
Vinnubúðir Vinnslustöðvarinnar neðst á myndinni. Mynd/HBH
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.