Smekkfull af ýsu
Svn Vestmannaey
Vestmannaey VE við bryggju í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Eyjum á þriðjudaginn en landað var úr skipinu deginum á eftir. Þetta var fyrsta veiðiferð Vestmannaeyjar að afloknu fimm vikna stoppi.

Rætt var við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í gær. Þar var hann fyrst spurður um hve langur túrinn hefði verið.

“Hann var ekki nema 50 tímar. Við fórum út á sunnudag og komum inn með smekkfullt skip á þriðjudag. Þetta var virkilega flottur túr. Við fórum rakleiðis á Pétursey og fylltum skipið af ýsu. Svo einfalt var það. Veðrið var gott. Það var sumarveður í einn dag og síðan kom hálfgert haustveður. Eftir þennan túr og að afloknu löngu stoppi er maður ekki alveg búinn að átta sig á stöðunni á miðunum. Ég hef þó á tilfinningunni að akkúrat núna sé heldur minna af þorski en á sama tíma í fyrra. Suðausturlandið kemur væntanlega fljótlega sterkt inn en síldin er heldur seint á ferðinni og það hefur áhrif. Annars eru mörg skip stopp núna og ekki álag á veiðistöðunum. Maður vonar bara að þróunin verði jákvæð og engin ástæða til að ætla annað. Við munum halda til veiða á ný í dag (í gær) og þá verður stefnan sett á karfamið. Líklega verður farið vestur á Fjöll eða í Skerjadýpið,” segir Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.