Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs.
Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið.
Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og þarf því að fjölga starfsdögum næsta skólaár um einn dag svo færa megi þau verkefni sem til stóð að vinna þann 22. ágúst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst