Tyrkjaránsgangan og afhjúpun nýs söguskiltis í dag

Í dag kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis. 

Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og seldu þá þar í þrældóm. Þessi atburður markaði svo djúp spor að hann lifir ennþá í minningu Eyjamanna.

Sögusetrið 1627 er félag sem hefur m.a. það markmið að varðveita og halda á lofti sögu Tyrkjaránsins og öðrum þáttum úr sögu og menningu Vestmannaeyja.

Gangan, og ekki síður afhjúpun nýs söguskiltis við minnismerki Guðríðar Símonardóttur, er einn liður í þessu starfi félagsins.

Gangan hefst við Ofanleiti þar sem safnast verður saman

Í göngunni verða rifjaðir upp þættir úr sögu Tyrkjaránsins og m.a. staldrað við Hundraðmannahelli og Fiskhella. Kaffi og kleinur verða í boði við minnismerki Guðríðar, þar sem söguskiltið verður afhjúpað. Gangan endar síðan á Skansinum.

Um er að ræða auðvelda gönguför sem tekur um 1 ½  – 2 klst. með stuttum stoppum.

Göngustjóri er Helga Hallbergsdóttir.

 

Öll hjartanlega velkomin.

Sögusetrið 1627

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.