Sparnaður upp á 2,5 milljarða hvarf á leið til Eyja
4. október, 2023
Sjóvarmadælan02
Varmadælustöðin. Eyjamenn höfðu væntingar um lækkun orkukostnaðar með tilkomu varmadælustöðvarinnar.

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum þegar hann var spurður um 7,9% hækkun á heita vatninu í Vestmannaeyjum og lækkun á hita á vatni frá kyndistöð.

Það fáránlega er að raforkusparnaður með tilkomu Sjóvarmadælustöðvarinnar sem tekin var í notkun árið 2019 og orðinn er 170 GWH skilaði sér aldrei til Eyja. „Verðmæti þessara raforku er um 2,5 milljarðar króna á verði tryggrar orku. Hvorki Vestmannaeyringar eða HS Veitur hafa notið einnar krónu af þessum sparnaði. Vegna raforkuskerðingar frá Landsvirkjun 2014 og 2022 og bilana á rafstrengjum Landsnets milli lands og Eyja árin  2017 og 2023 hefur þurft að nota mikla olíu sem kostar sitt.

Uppsafnað tap er um 600 milljónir sem má rekja til orkupakka 1 og 2, þar sem framleiðslu, sölu, flutningi og dreifingu raforku var skipt upp og fjarvarmaveitan skikkuð til að kaupa raforku á markaði en gat ekki samið við Landsvirkjun beint eins og var fram að 2010 og mikillar keyrslu á olíu,“ sagði Ívar.

Mynd: Sjóvarmadælustöðin í Eyjum er eitt merkasta framtak hér á landi í umhverfismálum og orkusparnaði. Sparnaður upp á 2,5 milljarðar króna hvarf á leiðinni til Eyja.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.