„Staðan hreint út sagt hræðileg“
30. desember, 2025
Unnar Hólm Ólafsson. Ljósmynd/vsv.is

Mikil óvissa hefur skapast í rekstri fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna nýs fyrirkomulags í raforkuverði og flutningi rafmagns. Samkvæmt Unnari Hólm Ólafssyni, verksmiðjustjóra FIVE – fiskimjölsverksmiðju VSV hefur staðan þróast þannig að rafmagn, sem áður var augljós hagkvæmur og umhverfisvænn kostur, er orðið margfalt dýrara en olía. Unnar er í viðtali um málið á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

„Fyrir okkur er þetta mjög alvarleg staða. Við höfum farið í miklar fjárfestingar með það markmið að rafvæða verksmiðjuna, en nú stöndum við frammi fyrir því að geta ekki nýtt þær,“ segir Unnar.

Áratuga fjárfestingar í rafvæðingu

Fiskimjölsverksmiðjan hefur frá árinu 2002 verið rekin með blöndu af rafmagni og olíu. Þá var ráðist í uppbyggingu ketilhúss, keyptur rafskautaketill og lagðir innviðir til að nýta raforku í orkuframleiðslu. Síðar var fjárfest í öðrum rafskautakatli, sem stendur tilbúinn í ketilhúsinu, en hefur ekki verið tengdur að fullu vegna skorts á orku og flutningsgetu hingað til.

„Hugmyndin var alltaf að fara alla leið og rafvæða verksmiðjuna. Þá værum við að tala um 12–15 megavött í stað þeirra 5–8 megavatta sem við höfum keypt hingað til,“ útskýrir Unnar. „Með nýju ári stefnir hins vegar í að rafmagnsnotkun í orkuframleiðslu verði nánast engin.“

Á sínum tíma var ávinningurinn skýr: rafmagn var mun hagkvæmara en olía og umhverfisáhrifin gríðarleg. Undanfarin ár hefur kostnaðurinn þó jafnast og nú hefur dæmið snúist algjörlega við.

Verðhækkun sem kollvarpar rekstrinum

Samkvæmt Unnari hefur raforkuverð hækkað um allt að 100% frá árinu 2023 og nýtt fyrirkomulag, þar sem verð og flutningsgjöld eru breytileg milli mánaða, bætist ofan á. Þar að auki sé verið að færa verksmiðjuna af ótryggum flutningi yfir í tryggan flutning, sem hafi í för með sér enn frekari hækkun og óvissu í verðum.

„Í raun horfum við fram á að  flutningur á rafmagni verði fyrst um sinn allt að 500% dýrari en áður. Þegar heildamunurinn á verð á rafmagni og olíu er orðin svona mikil við orkuframleiðsluna segir það sig sjálft að við neyðumst til að brenna olíu,“ segir hann.

Við fullan rekstur getur verksmiðjan verið að nota 20–30 þúsund lítra af olíu á sólarhring, allt eftir magni hráefnis. „Þetta jafngildir því að um 600 bílar fari á hverjum degi á bensínstöð og taki fullan tank,“ bætir Unnar við.

Kolefnissporið eykst verulega

Þessi þróun hefur ekki aðeins áhrif á rekstrarkostnað, heldur einnig á umhverfismál. Brennsla olíu losar margfalt meira kolefni en rafmagn.

„Olía losar kannski 10–15 sinnum meira CO₂ en rafmagn. Þetta eru gríðarlegar tölur,“ segir Unnar. „Það sem stingur mig sérstaklega er að olía er innflutt vara, á meðan við Íslendingar framleiðum rafmagnið sjálfir. Mér finnst eitthvað skakkt við þessa verðlagningu.“

Breytingarnar tengjast meðal annars nýjum taxta Landsnets vegna tryggari flutnings til Vestmannaeyja, lagningar nýs rafstrengs og styrkingar flutningskerfis á Suðurlandi.

„Sem verksmiðjustjóri er staðan hreint út sagt hræðileg. Hér í Vestmannaeyjum erum við að fá frábæra tryggingu á afhendingu á rafmagni en  þá sitjum við hér í verksmiðjunni uppi með fjárfestingar sem við  munum ekki nýta og þurfum jafnvel að fara í frekari fjárfestingar í olíukötlum. Þetta er þvert á allt sem við höfum stefnt að í orkuframleiðslu og umhverfismálum,“ segir Unnar að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.