ÍBV heimsótti Fram í Safamýrina í gærkvöld í leik í Olís-deild kvenna í handbolta.
Jafnræði vara á upphafsmínútum leiksins en fljótlega tóku Framkonur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 20-10.
Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega áður en Fram tók fljótlega stjórntaumana á ný. Niðurstaðan því tólfmarka sigur Framstúlkna 39-27.
Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 6 mörk. Aðrir markaskorarar voru Ásta Björt Júlíusdóttir – 5, Greta Kavaliauskaite – 5, Arna Sif Pálsdóttir – 4, Kristrún Hlynsdóttir – 3, Karolína Bæhrenz Lárudóttir – 2, Sandra Dís Sigurðardóttir – 1 og Sunna Jónsdóttir – 1. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 5 skot í marki ÍBV.
„Við erum búnar að fá nokkra skelli í vetur og maður heldur alltaf að við komum til baka en það gerðist ekki í kvöld. Við höfum oft spilað góða leiki á móti Fram en við vorum mjög slakar í þessum leik og liðið skortir sjálfstraust, það er alveg ljóst, og það er mikið áhyggjuefni,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, í samtali við mbl.is eftir í gær.
„Varnarleikurinn er mjög stórt áhyggjuefni fyrir okkur þar sem við vorum að spila mjög agaðan og flottan varnarleik fyrir áramót.”
Eftir sex leiki eftir áramót liggur aðeins einn sigur og fimm frekar stór töp. Skorað 129 mörk en fengið á sig 169 s.s. markatalan -40.
Stelpurnar standa sem er í 4. sæti Olísdeildarinnar með 17 stig, markatöluna -13, 8 sigra, eitt jafntefli og 7 töp.
Næsti leikur stelpnanna í deildinni er hér heima gegn HK þriðjudaginn 26. febrúar. En fyrst fá þær lið KA og Þórs til sín í Coca-cola bikarnum laugardaginn 23. febrúar næstkomandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst