Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021.

Tefldar verða átta umferðir, umhugsunartími á  keppanda er 15 mín. á skák + 5 sek. á leik.  Skráning keppenda á mótið stendur nú yfir á skák.is en einnig er hægt að fá upplýsingar og skrá sig i síma 611-2284.  Reikna má með að meirihluti keppenda komi ofan af landi og  í þeim hópi eru nokkrir stórmeistarar, en  keppendur eru á öllum og  styrkleikaflokkum.  Veitt verða myndarlega verðlaun fyrir efstu þrjú sætin á mótinu og sérstök verðlaun fyrir  yngstu keppendur ná ná bestum árangri. Ekkert mótsgjald og öllum heimil þátttaka.

Skákkennsla fyrir  nemendur í GRV
Skákkennsla ungmenna í GRV á vegum Taflfélags Vestmannaeyja  hefst í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 og er stefnt á 18. sept. nk. Kennt verður á mánudögum kl. 17.30-18.30  og fimmtudögum kl .17.30-18.30.  Auk skákkennslu fyrir byrjendur og þau

sem lengra eru komin verða nokkur létt skákmót eins og undanfarin ár. Fjórir leiðbeinendur munu skiptast á um kennsluna í haust og vetur, Sæmundur Einarsson, Sæþór Ingi Sæmundarson, Guðgeir Jónsson og Karl Gauti Jónsson form. TV.

TV með lið í úrvalsdeild á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024
Íslandsmót skákfélaga 2023- 2024 fyrrihluti  fer fram í Fjölnishöllinni í Grafarvogi 12.-15. október nk.  TV verður með þrjár keppnissveitir á mótinu.

Sveit TV varð efst í 1. deild 2022-2023 og teflir í úrvalsdeild 2023-24. Að vera með sveit í úrvaldsdeild á Íslandsmóti skákfélaga er krefjandi verkefni, en þar tefla sex átta manna skáksveitir  og  í þeim öllum  eru  stórmeistarar og alþjóðlegir skákmeistarar.

TV þurfti því að styrkja sitt lið verulega og fá nokkra nýja  liðsmenn enda fjölgar um tvo í sveitinni.   Liðstjóri í TV í úrvaldsdeild er Þorsteinn Þorsteinsson skákmeistari en hann hefur stýrt liðinu undanfarin ár og  átt stóran þátt  að koma liðinu upp í úrvalsdeild.

Skáksveit TV er nýliðinn í úrvalsdeild og þar eru fyrir á fleti fimm  öflugar skáksveitir með stigahærri skákmenn en TV innanborðs.

Þá verður TV með eina sex manna sveit í 3ju deild en þar er Hallgrímur Steinsson liðstjóri og eina í 4. deild  undir stjórn Ólafs Hermannssonar eins og undanfarin ár.  Alls koma um 30 keppendur, félagar í  TV og eru þeir ýmist búsettir í Eyjum eða uppi á landi auk þess mun  tvítugur alþjóðlegur  skákmeistari frá Danmörku tefla fyrir TV  í úrvaldsdeild.   Heildarfjöldi keppendur á Íslandsmóti skákfélaga  eru liðlega 300 og koma frá skákfélögum víðvegar um land.   Frétt frá TV.

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.