Langflestir tónlistarmenn í Eyjum standa að tónleikum í Höllinni nk. miðvikudagskvöld sem verða helgaðir því að í ár eru 100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Bera þeir yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og er ákveðið að styrkja fólk sem varð fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla uppgötvaðist í húsi þeirra. Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast skömmu síðar.