Stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni
6. október, 2020

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi, eða Vestfjörðum? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum svipað? Á þessum spurningum hefst frétt á vef sass.is

Til stendur að bjóða upp á svokallaða hæfnihringi á netinu fyrir konur á áðurnefndum landssvæðum.Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur til að komast yfir hindranir með því að a) styrkja hæfni og færni þeirra, b) veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar og c) að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinanda í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.

  • Deildu þínum áskorunum, verkefnum og tækifærum með öðrum konum og fáðu ráðleggingar á jafningjagrundvelli.
  • Vertu í mátulega krefjandi en samt öruggu umhverfi þar sem hugmyndir geta verið reyndar og þróaðar.
  • Stækkaðu tengslanet þitt með konum, sem eru á svipuðum sporum og þú.

Fyrsti netfundurinn er þriðjudaginn 13. október kl. 14:30. Lagt er upp með 4-5 fundi með tveggja vikna millibili, hver fundur er ca 1,5 klst.

Hæfnihringirnir eru samstarfsverkefni nokkurra landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, en auk okkar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, koma kollegar okkar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofu að verkefninu.

Skráning hér en nánri upplýsingar veitir Þuríður Helga Benediktsdóttir Atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps og verkefnastjóri hjá SASS á netfangið framtid@klaustur.is

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.