Til stendur að bjóða upp á svokallaða hæfnihringi á netinu fyrir konur á áðurnefndum landssvæðum.Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur til að komast yfir hindranir með því að a) styrkja hæfni og færni þeirra, b) veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar og c) að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinanda í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.
Fyrsti netfundurinn er þriðjudaginn 13. október kl. 14:30. Lagt er upp með 4-5 fundi með tveggja vikna millibili, hver fundur er ca 1,5 klst.
Hæfnihringirnir eru samstarfsverkefni nokkurra landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, en auk okkar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, koma kollegar okkar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofu að verkefninu.
Skráning hér en nánri upplýsingar veitir Þuríður Helga Benediktsdóttir Atvinnumálafulltrúi Skaftárhrepps og verkefnastjóri hjá SASS á netfangið framtid@klaustur.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst