Styrkleikunum lýkur formlega kl. 11.45 í dag inni í Herjólfsdal. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu með okkur á lokametrunum og koma og labba nokkra hringi og setja inn í teljarana. Það væri geggjað að ná að loka þessu með alvöru bombu. Allir sem hafa tekið þátt í þessu verkefni í gær og nótt eru að sjálfsögðu minntir á að mæta líka.
Dagurinn í gær var frábær og það stefnir í fallegan morgun á Eyjunni fögru. „Innilegar þakkir til allra sem gáfu sér tíma og tóku þátt,“ segir Bjarni Ólafur, talsmaður leikanna.
Myndir frá ljósastundinni í gærkvöldi og fleiri viðburðum sem Óskar Pétur tók.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst