Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir). Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. Margs konar varningur verður til sölu, bolir, húfur, brúsar og fleira. Daglega er Krabbameinsfélgið að fást við mjög alvarleg mál og því eru Styrkleikarnir tækifæri til að fagna yfir sigrum og lækningu margra og minnast þeirra sem hafa fallið frá.
Faðir minn, Sigurberg M. Sigurðssson, var fæddur 9. ágúst 1931, en hann lést fyrir 23 árum eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Mun ég minnast hans sérstaklega núna. Allir eru velkomnir í Herjólfdal um helgina, því þetta málefni snertir okkur flest á einhvern hátt. Starfssemi Krabbameinsfélagsins byggist að mestu á styrkjum og gjöfum frá velunnurum og við styðjum félagið með framlagi vegna Styrkleikanna í Herjólfdal inn á; safna.krabb.is
Þóranna M. Sigurbergsdóttir – Formaður Krabbavarnar Vm.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.