Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir). Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. Margs konar varningur verður til sölu, bolir, húfur, brúsar og fleira. Daglega er Krabbameinsfélgið að fást við mjög alvarleg mál og því eru Styrkleikarnir tækifæri til að fagna yfir sigrum og lækningu margra og minnast þeirra sem hafa fallið frá.
Faðir minn, Sigurberg M. Sigurðssson, var fæddur 9. ágúst 1931, en hann lést fyrir 23 árum eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Mun ég minnast hans sérstaklega núna. Allir eru velkomnir í Herjólfdal um helgina, því þetta málefni snertir okkur flest á einhvern hátt. Starfssemi Krabbameinsfélagsins byggist að mestu á styrkjum og gjöfum frá velunnurum og við styðjum félagið með framlagi vegna Styrkleikanna í Herjólfdal inn á; safna.krabb.is
Þóranna M. Sigurbergsdóttir – Formaður Krabbavarnar Vm.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst