Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur frá stofnun sveitarinnar árið 1939 verið ein af stoðunum í tónlistar- og menningarlífi í Vestmannaeyjum. Þó aldurinn teljist í þetta mörgum áratugum hefur sveitin sjaldan verið sprækari en einmitt nú. Því fá gestir að kynnast á tónleikum sem LV heldur fyrir styrktarfélaga sína í Hvítasunnuhöllinni á laugardaginn 3. nóvember. Í stóra salnum sem er einn besti tónleikasalur landsins. Seinna í mánuðinum heldur LV tónleika í Höllinni með Fjallabræðrum sem gætu verið mjög athyglisverðir.