„Það styttist í að Vestmannaeyjastrengur 5 komi í land á sandinum – við erum núna um 100 metra frá landi. Þegar hann er kominn í land snýr skipið við og strengurinn lagður til Eyja. Við reiknum með að það taki um sólarhring. Svo tekur við tengivinna í landi, við reiknum með að tengivinnunni verði formlega lokið um mánaðamótin ágúst – september og strengirnir teknir rekstur í framhaldinu,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir í morgun.
Lagning tveggja nýrra rafstrengja frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja hófst á föstudaginn. Verkið er unnið af norska fyrirtækinu Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja. Við það eykst flutningsgeta um 120 MVA. Verklok áætluð um miðjan júlí. Sérhannað skip, Aura er notað við lagningu strengjanna.
Tilgangurinn er að bæta afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og tryggja örugga orkutengingu til framtíðar. Núverandi strengur hefur verið í notkun í 12 ár og hefur bilað tvisvar.
Hér fylgja nokkrar myndir sem Óskar Pétur tók þegar strengurinn var tekinn í land í Vestmannaeyjum.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.