Surtsey fer hratt minnkandi
21. júlí, 2014
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosinu lauk fyrir tæpri hálfri öld. �?etta kemur fram á vef R�?V en þar segir að Surtsey muni þó ekki hverfa alveg því móbergið stenst tímans tönn. �??�?egar Surtseyjargosinu lauk, 5. júní árið 1967, var Surtsey 171 metri á lengd og 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Sjórinn hefur hratt og örugglega gengið á hraun og ösku sem er stór hluti eyjarinnar. Í dag er hún tæplega 1,4 ferkílómetrar og fer minnkandi,�?? segir á R�?V.is.
�??Nesið er á förum. �?að er ekkert víst maður eigi eftir að ganga þar um eft ég verð hérna næstu fimm til tíu árin. Að það verði lendandi þar eftir tíu ár,�?? sagði Borgþór Magnússon, leiðangursstjóri í Surtsey, í kvöldfréttum R�?V. Hann sagði að í raun væri allt undirlendi Surtseyjar og þar með allt undirlendi úteyjaklasa Vestmannaeyja í útrýmingarhættu. Vísindamenn gera ráð fyrir að enn eigi eyjan eftir að minnka um tvö þriðju frá því sem er í dag en þá mun einungis standa eftir móbergið, sem myndaðist eftir gos.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst