Sveinn José Rivera hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV en þar segir en fremur. “Sveinn José er öflugur 24 ára gamall línumaður sem kom til liðs við ÍBV haustið 2020. Hann hefur verið mjög vaxandi í sínum leik og er frábær liðsmaður. Það eru gleðitíðindi að Sveinn muni áfram leika í hvítu og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs!,”
Á meðfylgjandi mynd handsala Sveinn José og Garðar B. Sigurjónsson, nýr formaður handknattleiksdeildar ÍBV, samninginn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst