Sýndu fáheyrða framkomu með dylgjum um óheilindi bæjarfulltrúa
8. desember, 2006

Bæjarfulltrúarnir Gylfi �?orkelsson og �?orvaldur Guðmundsson hafa í viðtölum á Stöð 2 sýnt fáheyrða framkomu með dylgjum um óheilindi bæjarfulltrúa, nefndarmanna, fyrirtækja og íbúa í Árborg. Vegið hefur verið ósmekklega að mörgum. �?etta hefur komið við nafngreinda einstaklinga, fyrirtæki og fjölda fjölskyldna sem tengjast þeim án þess að fótur sé fyrir ásökunum. Slíkt er sannarlega ámælisvert og ber vonandi ekki vott um það fyrirkomulag sem koma skal í núverandi nýskipuðum meirihluta.

Hvorugur bæjarfulltrúa hefur beðist afsökunar, þó Gylfi �?orkelsson hafi á Stöð 2 þann 5. desember staðfest að hann hefði ekkert á bak við dylgjur sínar og fullyrðingar; hann segist ekki hafa neinar heimildir fyrir ásökunum sínum á sinni heimasíðu, ólíkt því sem hann segir í sjónvarpi. �?að er ekki sæmandi forseta bæjarstjórnar, bæjarfulltrúum eða flokkum þeim sem þeir tilheyra, að rógbera fólk að tilefnislausu án þess að biðjast afsökunar og draga ummæli sín til baka. Tilraunir þeirra til að beina umræðunni frá raunverulegum ástæðum brotthlaups Framsóknarmanna bera keim af örvæntingu. �?að er ekki gæfuleg byrjun hjá nýrri bæjarstjórn Árborgar að bæjarfulltrúar nýs meirihluta skuli fara í fjölmiðla með illa ígrundaðar gróusögur. Á sama tíma er þriðji bæjarstjórinn ráðinn, þótt einn hinna tveggja hafi starfað fyrir þessa sömu flokka á síðasta kjörtímabili. �?að er lágmarkskrafa að þessir menn dragi ummæli sín til baka og biðji alla íbúa Árborgar afsökunar. �?angað til er erfitt að taka þá trúanlega eða alvarlega.

Vilji núverandi meirihluti ekki axla ábyrgð með afsökunarbeiðni heldur bregðast við með tómlætinu einu sem og rógburði, er ljóst að allur núverandi meirihluti ber ábyrgð á að hrifsa til sín völdin gegn vilja íbúa og kjósenda. Sé það vilji andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að draga nafn Eyþórs Arnalds í umræðuna til að slá ryki í augu fólks ber að halda því til haga að Eyþór Arnalds, réttkjörinn bæjarfulltrúi í Árborg, hefur ekki setið í bæjarstjórn né tekið þátt í bæjarstjórn frá kosningum sl. vor. Virðum það sem vel er gert og af heilum hug eins og baráttu fyrir tvöföldun Hellisheiðar og stuðningi við 2. flokk kvenna í knattspyrnu í Árborg. Sjálfstæðismenn í Árborg lýsa yfir fullum stuðningi við Eyþór Arnalds sem og aðra íbúa Árborgar, bæjarfulltrúa, framkvæmdamenn og fyrirtæki í málefnum þessum sem snúa að heilindum, heiðarlegri stjórnsýslu og trausti gagnvart kjósendum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst