Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey
Mynd: Óskar Jósúason

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í kerfinu hjá okkur og við njótum góðs af því að hafa fengið mjög öflugan hóp af fólki sem sér um rekstur á stöðina bæði í fiskeldinu og tæknihliðinni.”  Aðspurður um hvernig verkefnið muni þróast í framhaldinu sagði Hallgrímur “Magnið af fiski sem er í kerfunum mun aukast mjög jafnt og þétt eftir því sem líður á árið og við reiknum með að vera komin í fullan rekstur með fyrsta áfanga í lok árs og byrjaðir að slátra fiski sem verður auðvitað stærsti áfanginn á árinu.”

Félagið hefur nú þegar hafist handa við að byggja annan áfanga af áframeldiskerjum og tilkynnti að það hefði náð fjármögnun á honum í upphafi maí mánaðar, Hallgrímur segir að fjöldi starfsmanna muni aukast jafnt og þétt og vonast til að ungt fólk sýni áhuga á störfum hjá félaginu og vinnan sé fjölbreytt og starfsmenn ánægðir í fiskeldisstörfum.  “Þetta er í grunninn ræktun á dýrum og störfin eru fjölbreytt þar sem fólk þarf að fylgjast með hegðun dýranna, búnaði og vatnsgæðum.  Mjög skemmtileg blanda af líffræði og tækni og hver dagur felur í sér nýjar áskoranir”.  Hallgrímur segir að nú þegar hafi nokkur fjöldi af starfsmönnum tekið fiskeldisnám á Hólum og komið til starfa hjá félaginu bæði í seiðastöðinni í Friðarhöfn og í áframeldinu í Viðlagafjöru.  “Við viljum auðvitað hvetja alla þá sem eru að velta framtíðinni fyrir sér að hafa samband og fá að skoða ef þeir hafa áhuga á að vinna í fyrirtækinu.  Þetta getur hentað fólki með ólíkan bakgrunn sem vill breyta til en líka ungu fólki sem er að fara út á vinnumarkaðinn”.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.